Ösku og Valentínusardagurinn í Ljósinu

Næstkomand miðvikudag, 14.febrúar er bæði Öskudagurinn og Valentínusardagurinn. Við ætlum að sjálfsögðu gera okkur smá dagamun og hafa gaman saman.

Við hvetjum fólkið okkar til að koma í búningum, jafnvel láta gamla drauma rætast og mæta sem Súperman eða Mjallhvít, býfluga eða banani. Það er ekki vitlaust að hafa smá ástarþema í búningavalinu í ár.

Ástarsögufélagið verður með upplestur eftir hádegismat, eldheitar ástasögur sem enginn má láta framhjá sér fara.

Hlökkum til að sjá þig,

Starfsfólk Ljóssins.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.