Samfrímúrarastúkan Baldur færði Ljósinu styrk

Erna, Snjólaug, Sigrún, Dóra og Beggi við afhendinguna

Samfrímúrararstúkan Baldur kom færandi hendi í dag og færðu Ljósinu 250.000 krónur í húsnæðissjóð Ljóssins.

Fyrir hönd félagsins mættu Snjólaug Steinarsdóttir, meistari stúkunnar og Dóra Ingvadóttir, gjaldkeri, færðu Ernu Magnúsdóttur styrkinn en þeim til halds og traust voru Beggi okkar og Sigrún en þau eru einmitt í stjórn Baldurs.

Einu sinni á ári færir stúkan góðu félagi styrk og í ár varð Ljósið fyrir valinu.

Við sendum öllum meðlimum í Baldri okkar bestu kveðjur og þakkir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.