Ljósið með tvær tilnefningar til Lúðursins 2024

Við erum stolt að Ljósið hefur verið tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, í ár fyrir vitundarvakninguna Klukk, þú ert’ann.

Herferðin var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Hér og nú, framleiðslufyrirtækisins Skot auk fleirri góðra aðila og er tilnefnd í tveimur flokkum; Almannaheill – kvikmynduð auglýsing og Almannaheill – herferð.

Það er ÍMARK, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni í 38. sinn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að hér séu á ferðinni frumlegustu, mest skapandi og snjöllustu hugmyndirnar sem útfærðar hafa verið á framúrskarandi hátt en í ár hafi borist metfjöldi innsendinga.

ÍMARK dagurinn 2024 fer fram föstudaginn 1. mars n.k. í Háskólabíó.

Auglýsinguna má sjá hér

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.