Golfmót til styrktar Ljósinu

Sólstöðumót Lauga fer fram í Grafarholtinu, föstudaginn 21. júní n.k. Mótsgjaldið er 10.000kr og rennur allur ágóði til Ljóssins.

Ræst verður út kl. 18:45 og spilaðar 18 holur, er þetta punktamót. Fyrir þau sem vilja er mæting kl. 17:45 í mat og drykk í klúbbhúsinu þar sem hver greiðir fyrir sig.

Það verða drykkir í boði á vellinum og verðlaunaafhending fer svo fram kl. 23:30 við hátíðlega athöfn við skálann.

Það eru allir velkomnir á mótið en skráning fer fram í gegnum tölvupóst.

Til að skrá ykkur á mótið, sendið honum Lauga tölvupóst á netfangið laugim66@gmail.com og sendið honum netföng viðkomandi aðila með fyrir skráningu.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.