Gaf Ljósinu afmælispeninginn sinn

Í gær fengum við óvæntan styrk þegar hún Fanney Þóra Þórsdóttir færði Ljósinu allan afmælispeninginn sinn!

Fanney Þóra átti stórafmæli 15. júní en þá varð hún 30 ára. Hún hafði óskað sér pening til þess að gefa áfram í Ljósið en hún er búin að vera í endurhæfingu síðan í júlí 2023 og er afar þakklát fyrir starfsemi Ljóssins.

Fanney mun útskrifast í ágúst og stefnir á að byrja að vinna, en hún er lögreglumaður, ásamt þvi að fara í endurhæfingu í Virk.

 

Takk innilega fyrir stuðninginn kæra Fanney Þóra, þetta mun sannarlega koma að góðum notum fyrir endurhæfingu Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.