Frábær fjölskylduganga í gær

Við erum í skýjunum eftir frábæru fjölskyldugönguna í gær. Við gengum saman hringinn í kringum Hvaleyrarvatn í stórbrotinni náttúrufegurð og Glampi, lukkudýr Ljóssins vaknaði úr dvala eftir langan vetur. Mikið er gaman að sjá  hann aftur.

Eftir gönguna fylltum við á orkubirgðirnar með léttum veitingum og svo var andlitsmálning á staðnum sem var sko ekki bara í boði fyrir börnin heldur fullorðna líka!

Takk aftur fyrir samveruna kæru vinir, þið eruð algjörlega yndisleg.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.