Kæru vinir, Við vorum að fá sendingu af Macron íþróttabolunum sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum M – XXL og eru léttir og sérlega góðir í líkamlegu endurhæfinguna, jógað göngurnar, og aðra útivist. Þeir eru kjörin eign fyrir þá vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Verð: 4.000
Eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Hlátur er eitt af því sem gerir okkur einstök. Það er misjafnt hve oft við hlæjum og við hvaða aðstæður. Sumir hlæja hátt, í öðrum heyrist varla. Aðrir hlæja á innsoginu og í sumum ískrar. En hvernig sem hláturinn okkar er, þá tengist hann vellíðan og ánægju. Á síðari árum hefur vitund um gildi hláturs aukist.
Eins og mörg okkar vita þá getur það að tjá þakklæti til annarra haft verulega jákvæða áhrif á líðan okkar. Það sem meira er, þá getur það að lesa þakklætisbréf hjá öðrum komið huga okkar af stað í að hugsa um hvað hvað það er í lífi okkar sem við getum verið þakklát fyrir. Hugmyndin með þessu verkefni okkar er
Landsbyggðardeild Ljóssins, sem er tveggja ára þróunarverkefni, hefur nú tekið til starfa. Ljósið hefur 15 ára reynslu í endurhæfingu krabbameinsgreindra og vill með verkefninu auka aðgengi þeirra sem greinast að endurhæfingarúrræðum óháð búsetu. Verkefnið mun ekki einungis gagnast þeim skjólstæðingum sem nýta þjónustuna og aðstandendum þeirra, heldur einnig fagaðilum víðsvegar um landið. Landsbyggðardeild Ljóssins gefur fagaðilum um land allt tækifæri
Gleðilegt ár kæru vinir, Dagskráin næsta mánuðinn er nú tilbúin en eftir sem áður nýtum við það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, sprittun og grímunotkun í öllum rýmum. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði. Líkamleg endurhæfing Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl
Í lok desember færði Kristófer Jensson Ljósinu 200.000 króna styrk í starf ungra karlmanna í Ljósinu. Upphæðin safnaðist með sölu á plakötum sem Kristófer og Logi Sæmundsson hafa sérhannað fyrir vini og vandamenn undanfarið en 2000 krónur af hverju eintaki runnu til Ljóssins. Logi og Kristófer hafa séð hvað endurhæfingin í Ljósinu skiptir miklu máli en besti vinur þeirra, Hlynur
Nú er jólahátíðin að ganga í garð. Lokað verður í Ljósinu frá og með 22. desember og opnar aftur þann 4. janúar 2021. Það verður hægt að hringja til okkar á virkum dögum en einnig verður hægt að panta minningarkort. Starfsfólk Ljóssins hvetur ykkur öll til þess að vera dugleg heima yfir hátíðarnar, hugið að hreyfingu hvort heldur sem er
Kæru vinir, Árlegt aðventukvöld Ljóssins fer fram næstkomandi fimmtudagskvöld, 17. desember, klukkan 19:30. Þetta árið fer viðburðurinn fram í streymi á Facebook-síðu Ljóssins og stendur í rúma klukkustund. Tryggvi Rafnsson leikari mun stýra stundinni með sinni einstöku lagni, Selma Björns og Vignir syngja okkur í jólaskap, Beggi Ólafs les úr bók sinni 10 skref í átt að innihaldsríkara lífi, Gerður
Eftir Kolbrúnu Höllu iðjuþjálfa Það er snjókoma, myrkur og kalt úti. Þú ert búin að setja upp jólaljós og jafnvel baka smákökur, nú eða bara kaupa þær. Hvað er þá meira freistandi en að setjast upp í sófa með teppi, smákökur og kakó eða jólaöl og setja á eina hugljúfa jólamynd? Hamingjan í ræmunni Fyrir mörgum er það órjúfanleg
Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega. Með stafrænni útgáfu gefst okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir í formi hlaðvarpa, gæða umfjöllunina meira lífi með auknu myndefni og gera hinni einstöku grasrót Ljóssins hærra undir höfði