Tag: endurhæfing

18
ágú
2020

Breyting á jógatímum frá og með 26. ágúst

Ákveðið hefur verið að á meðan fjöldatakmarkanir ríkja að allir jógatímar verða eins frá og með 26. ágúst. Því verða EKKI jógatímar og slökunarjóga heldur munu allir tímar verða byggðir upp á jóga og slökun. Tímarnir verða áfram á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Lesa meira

5
maí
2020

Tímar í nýjum tækjasal Ljóssins hefjast miðvikudaginn 6. maí

Frá og með miðvikudeginum 6.maí bjóðum við upp á tíma í nýjum tækjasal Ljóssins. Vegna skilyrða um tveggja metra fjarlægð verður hámarksfjöldi í hverjum tíma sjö manns nema annað sé tekið fram. Nokkrir tímar verða í boði dag hvern, en nauðsynlegt er að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Í boði verða eftirfarandi tímar: Opnir tímar fyrir alla Mánudaga til föstudaga

Lesa meira

28
apr
2020

Ert þú að greinast með krabbamein á tímum kórónaveiru?

Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónaveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og það var og verður sennilega aldrei. Á þessum tímum upplifum við breytt lífsmynstur, óöryggi, kvíða og oft á tíðum einangrun. Mikið álag að greinast með sjúkdóm á þessum tíma. Að

Lesa meira

27
apr
2020

Af hverju slökun?

eftir Margréti Örnu Öllum er nauðsynlegt að slaka á daglega. Ég tala nú ekki um á tímum hraða, streitu og stressi þar sem kröfurnar eru svo miklar að standa sig á öllum sviðum. Það þarf ekki langan tíma og 10 mínútur geta endurnært þig á sál og líkama. Slökun er tækni sem gerir þér kleift að róa hugann, slaka á

Lesa meira

17
maí
2018

Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs – námskeið

Miðvikudaginn 23. maí n.k. verður boðið upp á tveggja tíma námskeið í Ljósinu og ber námskeiðið yfirskriftina ,,Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs“.  Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum að nota dagbók til að hjálpa við forgangsröðun og minnka þannig líkur á að álag og stress taki völdin. Markmiðið er að hámarka líkur á að hver dagur verði

Lesa meira

24
apr
2018

Málþing um endurhæfingu krabbameinsgreindra

Fimmtudaginn 3. maí n.k. verður málþing um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem greinst hefur með krabbamein og ber málþingið titilinn ,,Endurhæfinga alla leið“. Það er Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið, Kraftur, Heilsustofnun NLFÍ og Reykjalundur  sem boða til málþingsins. Málþingið hefst kl. 15 og er í Hátíðarsal Hákóla Íslands. Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook. Dagskrá málþings:

Lesa meira

12
feb
2018

Fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Miðvikudaginn 21. febrúar hefst námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein. Námskeiðið er einu sinni í viku á milli kl. 14-16 og stendur í átta vikur. Þar verður farið í ýmis gagnleg atriði og m.a hvernig hægt er að auka jafnvægi í daglegu lífi, virkni og vellíðan.  Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið. Námskeiðið hefur fengið mjög góða dóma

Lesa meira

30
jan
2018

Námskeið fyrir nýgreindar konur að hefjast

Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila

Lesa meira

3
jan
2018

Stundaskrá vorannar 2018

Gleðilegt ár kæru vinir og bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Nýtt ár leggst afskaplega vel í okkur og við sjáum fram á góða tíð með blóm í haga, fullt hús af fólki og gleði á pallinum. Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýja og þétta stundaskrá fyrir vorönn 2018. Þar má sjá tímasetningar yfir alla

Lesa meira

21
nóv
2017

Þriðjudagsfyrirlesturinn

Þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 14 ætlar Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagsfræði koma til okkar hingað í Ljósið og ræða um hamingjuna. Inn í fyrirlesturinn væri hún vís með að vefja hamingjuaukandi æfingum eins og hláturjóga og/eða Qi Gong, en hún er hláturjóga leiðbeinandi. Hrefna er höfundur bókarinnar ,,Why are Icelanders so happy?“ en BA ritgerð hennar fjallaði

Lesa meira