Námskeið fyrir nýgreindar konur að hefjast

Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45.

Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda.

Fjöldi fagaðila kemur með innlegg á námskeiðið og nánari dagskrá má sjá hér.

Örfá sæti eru enn laus á þetta námskeið og hægt er að skrá sig í síma 561-3770 eða með því að senda okkur tölvupóst. 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.