Tag: Börn og krabbamein

26
jún
2018

Ekki láta þig vanta í Esjugönguna 27. júní

Við minnum á Esjugönguna miðvikudaginn 27. júní þar sem allir eru velkomnir. Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 og þeir sem ætla lengst byrja fyrstir og svo fara hinir af stað, allir á sínum hraða. Þeir sem ætla ekki að ganga geta tyllt sér í Esjustofu og spjallað saman og notið útsýnisins. Í Esjustofu verður tilboð á veitingum

Lesa meira

20
jún
2018

Forstöðukona Ljóssins hlýtur hina íslensku fálkaorðu

Á sunnudaginn var, þann 17. júní hlaut forstöðukona Ljóssins Erna Magnúsdóttir riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra. Ljósið er hugarfóstur Ernu og er hún því bæði hugmyndasmiður og stofnandi Ljóssins.  Frá því að þessi litla ljóstýra fór að skína í starfsemi sem hófst í Neskirkju árið 2005 má segja að Ljósið hafi verið hennar fjórða barn, enda

Lesa meira

13
jún
2018

Veiðiferð Ljóssins í Vífilstaðavatn 20. júní

Það er fátt betra en að vera við vatn eða árbakka, láta hugann reika, gleyma stund og stað og verða eitt með náttúrunni. Að bæta við þessa upplifun með því að vera með veiðistöng í hönd og fylgjast með því sem gerist á hinum endandum segja margir að sé ein sú besta núvitund sem til er. Þetta þekkja veiðimenn og

Lesa meira

30
maí
2018

Mikil stemming á Vorhátíð Ljóssins

Starfsfólk Ljóssins og þeir sem þangað sækja láta nú ekki 13 metra á sekúndu, rigningu og svignandi tré aftra sér frá því að halda vorhátíð. Því var fyrirhuguð hátíð bara flutt inn, pylsugrillarinn stóð reyndar úti með húfu og vettlinga og grillaði gómsætar eðal SS pylsur sem voru á boðstólnum ásamt girnilegri súkkulaði köku og góðgæti úr skrínum kokksins. Fjölmennt

Lesa meira

25
maí
2018

Vorhátíð

Það er um að gera að nýta hvert tækifæri sem gefst til að gleðjast og ef enginn eru tilefnin þá er um að gera að búa þau til. Þess vegna höfum við í Ljósinu nú blásið til Vorhátíðar þriðjudaginn 29. maí á pallinum okkar góða. Við höfum staðið í ströngum samningaumræðum við veðurguðina og þeir hafa lofað að gera sitt

Lesa meira

17
apr
2018

,,Það má líka hlægja “ Umfjöllun í Féttablaðinu

Í dag, þriðjudaginn 17. apríl birtis frábær grein um námskeið sem haldið er í Ljósinu fyrir ungmenni á aldrinum 17-20 ára og á aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Greinin ber yfirskriftina ,,Það má líka hlægja“ og þar segir Kristín Berta Guðnadóttir umsjónamaður námskeiðsins frá uppbyggingu þess.  Jafnframt er talað við þrjá krakka sem farið hafa á námskeiðið og segja

Lesa meira

11
apr
2018

Námskeið fyrir aðstandendur 17-20 ára

Mánudaginn 23. apríl fer af stað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða 5 skipti frá kl. 19:30 – 21:30 fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára. Á námskeiðinu sem byggt er upp á skemmtilegu hópastarfi og fræðslu mun verða leitast við að efla sjálfstraust þátttakenda, læra að takast á við erfiðleika, minnka streitu og slaka á og síðast

Lesa meira

16
feb
2018

Námskeið fyrir 14-16 ára aðstandendur krabbameinsgreindra

Mánudaginn 19. febrúar hefst námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Á þessum aldri eiga sér of miklar breytingar stað og því nauðsynlegt að geta boðið upp á stuðningsnámskeið fyrir þennan aldurshóp þegar lífið bankar uppá með krabbamein hjá nánum aðstandanda. Námskeiðið sem verður í fimm hlutum er mótað með það fyrir augum

Lesa meira

3
feb
2018

4. febrúar – Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

Þann 4. febrúar er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum á nýju árþúsundi í París 4. febrúar 2000. Markmiðið með þessum degi er að vera með vitundarvakningu til að koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp herör

Lesa meira

25
jan
2018

Aðstandendanámskeið fyrir börn 6-13 ára

Hið sívinsæla barnanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 15. febrúar n.k. Námskeiðið er í tíu skipti, einu sinni í viku,  á virkum fimmtudögum á milli klukkan 16:30 – 18.  Umsjón með námskeiðinu hafa Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur.  Á námskeiðinu er hópnum aldurskipt og ákveðin atriði tekin fyrir í hverjum

Lesa meira