Tímar í nýjum tækjasal Ljóssins hefjast miðvikudaginn 6. maí

Frá og með miðvikudeginum 6.maí bjóðum við upp á tíma í nýjum tækjasal Ljóssins. Vegna skilyrða um tveggja metra fjarlægð verður hámarksfjöldi í hverjum tíma sjö manns nema annað sé tekið fram.

Nokkrir tímar verða í boði dag hvern, en nauðsynlegt er að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Í boði verða eftirfarandi tímar:

Opnir tímar fyrir alla

  • Mánudaga til föstudaga
  • Á hverjum degi verða í boði nokkrir opnir tímar en tímasetningar eru breytilegar. Frekari upplýsingar má fá í móttöku.
  • Bókað í móttöku Ljóssins

Ungt fólk 20-45 ára

  • Mánudagar og fimmtudagar
  • Klukkan 11:00-11.45
  • Bókað í móttöku Ljóssins

Tímar fyrir konur 2-4 vikum eftir brjóstaaðgerð

  • Mánudagar og fimmtudagar
  • Kl:14:30
  • Hámarksfjöldi 4 konur
  • Bókað í móttöku Ljóssins

Við viljum biðja fólk að mæta ekki í Ljósið nema í bókaða tíma sem og að koma ekki inn í húsakynni Ljóssins fyrir bókaða tíma. Ef svo ber undir þarf að bíða í bílum eða fyrir utan húsið þangað til tíminn byrjar.

Þetta er gert til að gæta fyllsta öryggis.

Skipulagið gildir um óákveðinn tíma og tilkynnt verður um allar breytingar.

Við hlökkum alveg gríðarlega til að sjá ykkur öll aftur!​

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.