Stundaskrá vorannar 2018

Gleðilegt ár kæru vinir og bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Nýtt ár leggst afskaplega vel í okkur og við sjáum fram á góða tíð með blóm í haga, fullt hús af fólki og gleði á pallinum.

Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýja og þétta stundaskrá fyrir vorönn 2018. Þar má sjá tímasetningar yfir alla þá tíma sem í boði eru í hreyfingu bæði hér í húsi og hjá Hreyfingu í Glæsibæ, handverki, námskeiðum, fræðslu og fyrirlestrum. Um er að ræða á milli 55 og 65 dagskrárliði sem eru í boði í hverri viku hér hjá okkur í Ljósinu. Þetta er fyrir utan öll þau viðtöl sem fagfólkið okkar tekur sem að meðaltali eru um 60 í hverri viku,  nuddtíma sem að meðaltali eru 20 vikulega, komur í snyrtingu og að ógleymdum fjöldanum sem borðar daglega hér hjá okkur.

Við mælum með því allir kynni sér stundaskrána vel og vandlega því við teljum að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.