Fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Miðvikudaginn 21. febrúar hefst námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein. Námskeiðið er einu sinni í viku á milli kl. 14-16 og stendur í átta vikur. Þar verður farið í ýmis gagnleg atriði og m.a hvernig hægt er að auka jafnvægi í daglegu lífi, virkni og vellíðan.  Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið.

Námskeiðið hefur fengið mjög góða dóma og hafa þátttakendur meðal annars haft orð á ,,hve gott er að geta opnað hugann og umræðuna þar sem allir geta tekið þátt og sagt það sem á þeim hvílir“. Eins hefur það fengið umsögn eins og ,,mér líður betur andlega og lít bjartari augum á tilveruna“

Skráning stendur yfir í síma 561-3770 og eins er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.