Eftir greiningu krabbameins og í kjölfar meðferðar vill þrek og orka oft vera af skornum skammti. Í Ljósinu leiðbeinir fagfólk, sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar, öllum þeim sem þjónustu sækja um mikilvægi hreyfingar til að bæta heilsu og vellíðan samhliða krabbameinsmeðferðum.
Ljósið opnaði nýjan og glæsilegan æfingasal á Langholtsvegi í mars 2020. Salurinn er fullbúinn fyrsta flokks tækjum. Þessu til viðbótar er boðið upp á jóga, slökunarjóga, stoðfimi, æfingar eftir brjóstaaðgerð, sídegistíma og gönguhóp.
Eftir brjóstaaðgerð
Uppbyggjandi æfingar fyrir þau sem hafa farið í aðgerð eftir krabbamein í brjósti, 2-4 vikum eftir skurð.
Myndbönd
Haltu áfram heima! Hér eru nokkrar æfingar fyrir flest getustig sem auðvelt er að gera heimfyrir.
Bandvefslosun
Bandvefslosun er sjálfsnudd með boltum og mjúkum hreyfiteygjum ásamt slökun í lokin. Endurnærandi hóptími þar sem lögð er áhersla á að róa taugakerfið , slaka á spenntum vöðvum, auka blóðflæði og mýkja bandvefinn.