Fréttir

17
ágú
2016

Tökum myndir í Reykjavíkurmaraþoni

Verum dugleg að taka myndir í hlaupinu á laugardaginn. Allar myndir sem teknar eru og sendar á Facebook, Twitter og Instagram væri gott að fá merktar með #ljosid16 svo við getum skoðað dýrðina líka. Verið velkomin á hvatningarstöðina okkar gegnt JL húsinu frá 8:30 til 11:30. Við hlökkum óskaplega til hlaupsins og við minnum á áheitasöfnunina á hlaupastyrkur.is.

5
ágú
2016

Uppbygging unga fólksins

Líkamleg uppbygging fyrir ungt fólk (18 – 45 ára) í Ljósinu Skemmtilegur félagsskapur í nýja flotta salnum okkar Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:30 – 15:30 Umsjón: Haukur sjúkraþjálfari

28
júl
2016

Ný stundaskrá fyrir ágúst

Ljósið býður upp á ýmis endurhæfingarúrræði. Við vekjum athygli á að Jóga byrjar aftur 2. ágúst. Það er komin ný stundaskrá fyrir ágúst sem má nálgast hér. Það bætist sífellt við stundaskrána aftur eftir sumarleyfin.

26
jún
2016

Ný stundaskrá fyrir júlí

Kæru Ljósberar Ljósið býður upp á ýmis endurhæfingarúrræði í allt sumar. Vekjum athygli á að stundaskráin fyrir júlí tekur gildi , föstudaginn 1. júlí. Minnum einnig á að strákamaturinn verður á sínum stað allan júlí og að hugleiðslan færist yfir á mánudaga. Vonum að þið eigið yndislegt sumar með fullt af skemmtilegum ævintýrum. Sumarkveðja Starfsfólk Ljóssins

22
jún
2016

Esjugangan 2016

Hin árlega fjölskylduganga Ljóssins á Esjuna verður 29. júní nk.  Í fyrra var frábær þátttaka, endurtökum leikinn.  Við leggjum af stað frá Esjustofu kl. 13:00. Göngum upp hlíðar Esjunnar eins langt og hver og einn treystir sér til. Stefnum á að vera komin niður milli kl. 15:00-16:00. Þeir sem treysta sér ekki í gönguna geta hitt okkur á kaffi Esjustofu á

Lesa meira

15
jún
2016

Gjöf til tækjakaupa

Í tilefni af 80 ára afmæli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2015 ákvað stjórn þess að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Formleg afhending tækjanna var miðvikudaginn 1. júní sl. í nýjum líkamsræktar- og endurhæfingarsal Ljóssins. Markmiðið með gjöfinni

Lesa meira

14
jún
2016

Fjölmenni á Pallafjöri

Margt var um manninn á Pallafjöri sem haldið var í dag, 14. júní. Vígð voru ný garðhúsgögn sem Ljósið fékk sem minningargjöf, boðið var upp á grillaðar pylsur, pastasalat og súkkulaðiköku. Fjölmennt var og frábær stemming á þessum dásamlega góðviðrisdegi. Smellið hér  til að sjá smá myndband frá gleðinni.

13
jún
2016

Pallafjör 14. júní kl. 12.00

Þriðjudaginn 14. júní ætlum við að efna til pallafjörs í Ljósinu. Vígð verða ný garðhúsgögn sem við fengum að gjöf og boðið verður upp á ljósamat, grillaðar pylsur og súkkulaðiköku. Hlökkum til að sjá ykkur öll – stóra sem smáa. 

13
jún
2016

Tai Ji í Ljósinu

Við erum mjög ánægð að kynna TAI JI  námskeið í Ljósinu – endurhæfingar – og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda 13. til -16. júní 2016 Giuseppe Urselli* kennir gleði Tai ji æfinganna og heimspekina á bakvið þær. Markmiðið er að kynnast gleði Tai ji heimspekinnar, þjálfun og hreyfa okkur í flæðinu á milli orku jarðar og himna til að öðlast meiri sveigjanleika

Lesa meira

11
jún
2016

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12.30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13.00. Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari.   15.júní – Breiðholtið Miðvikudaginn 15. júní verður gengið í kringum Efra-Breiðholtið. Mætum í Ljósið kl 12:30

Lesa meira