Skokkhópur Ljóssins aftur af stað

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og því fer vinsæli skokkhópur Ljóssins fari aftur af stað þriðjudaginn 14. maí klukkan 17:00

Æft verður í Laugardalnum og hittist hópurinn fyrir framan Skautahöllina alla þriðjudaga fram að Reykjavíkurmaraþoni.

Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum að byggja upp þol og þrek, hlægja og skemmta sér.

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest og hlaupa með ykkur inn í sumarið.

Skráning í síma 561-3770 eða í móttöku Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.