Vitundarvakning um Ljósið hefst í dag

Kæru vinir,

Í dag 8. maí klukkan 15:30, hrindum við af stað vitundarvakningu.

Markmiðið með þessari herferð er að vekja athygli á starfi Ljóssins og safna samhliða fleiri mánaðarlegum Ljósavinum til að styðja við starfið.

Það er okkur mikill heiður að Eliza Reid, forsetafrú, mun formlega hrinda herferðinni af stað en það væri okkur sönn ánægja ef þið sæjuð ykkur fært að mæta á Langholtsveginn og taka þátt í þessu mikilvæga augnabliki með okkur.

Fyrir þau ykkar sem sem ekki hafa tök að mæta munum við að sjálfsögðu birta beint frá viðburðinum á Facebook síðu Ljóssins og senda ykkur svo annan póst um hvernig þið getið sjálf tekið þátt og hjálpað okkur að eignast enn fleiri góðhjartaða Ljósavini.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Kærleikskveðja,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.