Sem forstöðukona í Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda verð ég á hverjum degi vitni að því hvað framlag starfsfólks miðstöðvarinnar skiptir miklu máli í andlegri og líkamlegri heilsu okkar þjónustuþega. Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni
Kæru vinir, Við vorum að fá sendingu af Macron íþróttabolunum sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum M – XXL og eru léttir og sérlega góðir í líkamlegu endurhæfinguna, jógað göngurnar, og aðra útivist. Þeir eru kjörin eign fyrir þá vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Verð: 4.000
Eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Hlátur er eitt af því sem gerir okkur einstök. Það er misjafnt hve oft við hlæjum og við hvaða aðstæður. Sumir hlæja hátt, í öðrum heyrist varla. Aðrir hlæja á innsoginu og í sumum ískrar. En hvernig sem hláturinn okkar er, þá tengist hann vellíðan og ánægju. Á síðari árum hefur vitund um gildi hláturs aukist.
Eins og mörg okkar vita þá getur það að tjá þakklæti til annarra haft verulega jákvæða áhrif á líðan okkar. Það sem meira er, þá getur það að lesa þakklætisbréf hjá öðrum komið huga okkar af stað í að hugsa um hvað hvað það er í lífi okkar sem við getum verið þakklát fyrir. Hugmyndin með þessu verkefni okkar er
Eftir Elínu Kristínu Klar sálfræðiráðgjafa Á lífsleiðinni getum við ekki stýrt raunveruleikanum sem á okkur dynur. Erfiðleikar eins og heimsfaraldur eða erfið veikindi eru til að mynda staðreyndir sem við fáum ekki breytt. Góðu fréttirnar eru þó þær að það er ekki aðeins raunveruleikinn sjálfur sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og hegðun heldur túlkun okkar á honum. Það
Nú eru tvö námskeið að fara að hefjast á næstu vikum og er enn möguleiki á að skrá sig til þátttöku. Annarsvegar er það námskeiðið „Fólk með langvinnt krabbamein“ sem hefst þann 26.janúar. Markmið þess er að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von auk þess að njóta stuðnings jafningja. Hægt er að lesa frekar um
Nú er nýtt ár hafið og dagskráin í Ljósinu að komast á fullt skrið. Námskeið og handverkshópar eru ýmist komin af stað eða við það að hefjast. Vegna síðustu rýmkunar á fjöldatakmörkunum vegna Covid-19 höfum við sem dæmi getað fjölgað þeim sem mæta í salinn og aðra hópa. Áfram er þó nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram í tíma en það
Eftir Guðrúnu Friðriksdóttur iðjuþjálfa Óskaspjöld Einu sinni, í upphafi árs 2020, enduðu sum námskeið í Ljósinu á því að fólk bjó sér til óskaspjald. Við útveguðum stórt karton fyrir hvern og einn, fullt af tímaritum, skæri og lím, allir sátu saman, flettu, klipptu út og límdu á kartonið. Þessir óskaspjalda tímar voru vinsælir og flestum kom á óvart hvað
Elín Einarsdóttir færði Ljósinu peningagjöf um daginn að upphæð 200 þúsund krónur. Gjöfina vildi hún tileinka vinkonum sínum Elsu Ester Sigurfinnsdóttur og Hallfríði Ólafsdóttur. Hallfríði kynntist Elín þegar þær voru 9 ára gamlar í skólahljómsveit Kópavogs en Elsu fyrir rúmum áratug. Um tíma áttu þær þó allar samleið þegar þær voru saman í bókaklúbbi sem Elín stofnaði. Gjöfin sem Elín
Landsbyggðardeild Ljóssins, sem er tveggja ára þróunarverkefni, hefur nú tekið til starfa. Ljósið hefur 15 ára reynslu í endurhæfingu krabbameinsgreindra og vill með verkefninu auka aðgengi þeirra sem greinast að endurhæfingarúrræðum óháð búsetu. Verkefnið mun ekki einungis gagnast þeim skjólstæðingum sem nýta þjónustuna og aðstandendum þeirra, heldur einnig fagaðilum víðsvegar um landið. Landsbyggðardeild Ljóssins gefur fagaðilum um land allt tækifæri