Heimsókn í Höfustöðina

Jafningjahópur ungra kvenna í Ljósinu bregður sér reglulega af bæ í ýmsa spennandi leiðangra. Virkilega skemmtilegar ferðir þar sem hópurinn skoðar nýja hluti og upplifir. Nýverið fór hópurinn í menningar og listamiðstöðina Höfuðstöðin. Þar skoðuðu þær stórskemmtileg verk Hrafnhildar Arnardóttir sem ber nafnið Chromo Sapiens. Spjall, samvera og jafningjastuðningur hjá þessum frábæra hóp. Þórdís Reynirs ljósmyndari tók þessar fallegu myndir af heimsókninni.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.