Hlaupahópur hittist miðvikudaginn 25. maí

Eftir virkilega velheppnaða pop-up hlaupaæfingu í síðustu viku var ákveðið að bæta við annarri æfingu miðvikudaginn 25. maí. Hópurinn hittist klukkan 16:00 við æfingarsal Ljóssins og tekur æfingin um klukkustund.

Við hvetjum alla, og sér í lagi þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir Ljóssins hönd í ágúst, að reima á sig skóna.

Það er Guðrún Erla, íþróttafræðingur og hlaupagarpur, sem leiðir kennsluna.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.