Vilt þú gefa okkur innsýn í þitt ferli?

Vilt þú aðstoða Sidekick við að hanna stafrænt meðferðarúrræði fyrir krabbameinsgreinda?

Sidekick Health er að undirbúa hönnun á nýju stafrænu meðferðarúrræði fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Til að gera það sem best úr garði og geta stutt sem best við krabbameinsgreinda langar okkur að fá sjálfboðaliða til að spjalla við okkur. Um er að ræða einstaklingsviðtöl við starfsmann Sidekick um ýmislegt sem tengist meðferð þinni, líðan og þeim úrræðum sem reynst hafa þér vel.
Viðtalið færi fram annað hvort mánudaginn 30. maí eða fimmtudaginn 3. júní, á tíma sem þér hentar (annað hvort á skrifstofu Sidekick eða í tölvuviðtali á þeim stað sem þér hentar).

Ef þú hefur tök á að aðstoða okkur máttu gjarnan senda línu á agusta@sidekickhealth.com

Bestu kveðjur,
Ágústa

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.