Óður til vináttu – Styrktartónleikar í kvöld kl:20.00

Óður til vináttu
Styrktartónleikar fyrir Ljósið fara fram í kvöld í Seltjarnarneskirkju klukkan 20:00.

Það er Gunnar Már Jóhannsson, bassbaritón, sem stendur fyrir tónleikunum en með honum verða ekki minni nöfn en Karlakórinn Fóstbræður, Fósturvísarnir, Egill Árni Pálsson, tenór, Davíð Ingi Ragnarsson, bassi og Ragnar Ingi Sigurðarson, tenór.


Við vonum að velgjörðarfólk Ljóssins, Ljósavinir og allir hinir fjölmenni á þennan fallega viðburð.
Frítt er inn á tónleikana á meðan húsrúm leyfir en tekið verður við frjálsum framlögum við inngang.
Öll framlög renna beint til Ljóssins.

Smellið hér til að finna viðburðinn á Facebook.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.