Fréttir

31
maí
2021

Heiðarskóli sýndi Mamma Mía til styrktar Ljósinu

Þann 20.maí síðastliðinn buðu nemendur Heiðarskóla í Reykjanesbæ forstöðukonu Ljóssins á lokasýningu söngleiksins Mamma Mía. Nemendur hafa unnið hörðum höndum undanfarin misseri og uppskorið þessa glæsilegu sýningu. Er það venjan að enda ferlið á styrktarsýningu, en í ár var Ljósið fyrir valinu. Fyrrum nemandi skólans hefur nýtt sér þjónustu Ljóssins og þeim því málið skylt. Erna Magnúsdóttir fór til Keflavíkur

Lesa meira

29
maí
2021

Ljósið í forgrunni í Miðfellshlaupi í morgun

Um eitt hundrað hlauparar hlupu Miðfellshlaup í morgun en hlaupið í ár er til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins. Miðfellshlaup er hluti af átakinu „Heilsueflandi samfélag“ í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitarfélagsins til reglulegrar hreyfingar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, ræsti 5 kílómetra hlaupaleiðina sem lá frá bænum Miðfelli í átt að Flúðum. „Við erum ótrúlega þakklát skipuleggjendum

Lesa meira

26
maí
2021

Vilt þú koma í skokkhóp Ljóssins?

Skokkhópur Ljóssins hittist 1x í viku við tækjasal Ljóssins, Langholtsvegi 47.  Í hópinn eru velkomnir allir þeir sem ætla að ganga, skokka eða hlaupa fyrir Ljósið í Reykjarvíkurmaraþoninu hvort sem þeir eru í þjónustu Ljóssins eða ekki.  Það er algengur misskilingur að þú þurfir að geta verið í góðu hlaupaformi  til að mæta í hópinn því að æfingarnar miða að

Lesa meira

26
maí
2021

Bergmál býður ljósberum í orlofsviku í Bergheimum 16. – 23. september

Bergmál líknarfélag býður ljósberum að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í september. Boðið verður upp á kvöldvökur á hverju kvöldi. Mæting er á fimmtudegi um klukkan 14:00 og brottför á fimmtudegi klukkan 12:00. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða

Lesa meira

26
maí
2021

Fjölskylduganga Ljóssins miðvikudaginn 9. júní

Loksins er komið að árlegu fjölskyldugöngu Ljóssins en hún mun fara fram miðvikudaginn 9. júní. Það kemur kannski ekki á óvart en gengið verður á uppáhaldsfjallið okkar, Esjuna! Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 frá grunnbúðum Ljóssins við Esjurætur þar sem hver gengur á sínum hraða og eins langt og þeir treysta sér til. Starfsfólk Ljóssins mun að venju

Lesa meira

20
maí
2021

Uppfærð útgáfa af heilsulausn Proency nú komin loftið

Það er með mikilli ánægju að við tilkynnum ykkur að Proency hefur sett í loftið uppfærða útgáfu af andlegu heilsulausn sinni. Nú geta þeir sem eru í endurhæfingu hjá Ljósinu og nánustu aðstandendur óskað eftir aðgangi inn á kerfið með því að hafa samband við starfsfólk Ljóssins. Markmiðið með lausninni er að gefa skjólstæðingum tækifæri til að fylgjast reglulega með

Lesa meira

20
maí
2021

Skokkhópur Ljóssins 2021

Vinsæli skokkhópur Ljóssins æfir alla miðvikudaga klukkan 15:00. Hópurinn hittist fyrir framan Ljósið og hleypur af stað í Laugardalinn í hverri viku fram að Reykjavíkurmaraþoni. Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum að byggja upp þol og þrek, hlægja og skemmta sér. – Hér getið

Lesa meira

19
maí
2021

Handprjónaðar húfur að gjöf til Ljóssins

Sunneva Dögg kom til okkar á dögunum færandi hendi. Hún afhenti okkur fyrir hönd tengdaömmu sinnar henni Elínu að gjöf fallegar handprjónaðar húfur. Erum við Elínu sem yfirleitt er kölluð Ella afskaplega þakklát fyrir þetta góða framtak og gjöf sem sannarlega kemur sér vel. Húfurnar eru nú til sölu í móttöku Ljóssins, það er úr mismunandi litum og mynstrum að

Lesa meira

19
maí
2021

Miðfellshlaup til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins

Fyrr í vor fengum við þær fréttir að sveitafélag Hrunamannahrepps ætlar að setja á laggirnar nýtt hlaup fyrir íbúa sveitafélagsins og myndi hlaupið í ár vera tileinkað nýstofnaðri landsbyggðardeild Ljóssins. Hlaupið, sem ber heitið Miðfellshlaupið fer fram í lok hreyfiviku UMFI 29. maí næstkomandi og er hluti af átakinu Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitafélagsins

Lesa meira

19
maí
2021

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir Ljósið

Það var mikil gleði í húsi í gær þegar forsvarsmenn Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og afhentu Ljósinu 200.000 króna styrk. Upphæðinni verður varið í glænýtt æfingarhjól sem notað verður við mælingar  líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu. Við erum sannarlega þakklát fyrir þennan góða stuðning Kiwanisklúbbsins sem hefur verið dyggur stuðningsaðili Ljóssins í gegnum árin.