Átt þú til sögu fyrir Blóðbankann?

Kæru vinir,

Vinir okkar hjá Hér og nú markaðsstofu, ásamt Blóðbankanum, leita nú til okkar í Ljósinu með von um að finna góðar sögur af farsælum blóðgjöfum. Markmið þeirra er að miðla til þjóðarinnar mikilvægi þes að þeir sem geta gefi blóð með reglulegu millibili.

Því langar okkur að spyrja hvort þið lumið á slíkum sögum og mynduð vilja setjast niður með góðu fólk og deila ykkar reynslu af blóðgjöf.

Áhugasamir geta haft samband við Sólveigu, solla@ljosid.is, fyrir 23. september.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.