Áslaug kynfræðingur fræðir pör um samskipti og kynlíf

Mánudaginn 7. nóvember næstkomandi klukkan 16:30 mun Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur vera með fræðsluerindi fyrir pör um samskipti, kynlíf og nánd.

Veikindi geta aukið álag í samskiptum við maka. Gagnkvæmur stuðningur í parsambandi er reglulega dýrmætur og því er mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum og tengslum í parsambandinu.

Fyrirlesturinn fer fram í Ljósinu og er skráning hafin hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.