Fréttir

22
feb
2022

Ganga fellur niður í dag – Athugið að plan Ljóssins er flughált.

Kæru vinir, Ljósið er opið í dag, en vegna veðurs fellur gangan niður. Við viljum líka vekja athygli á því að mjög hált er í kringum húsnæði Ljóssins og við hvetjum ykkur til að fara varlega og jafnvel vera með brodda.

18
feb
2022

Málverkasýning Penslanna

UPPFÆRT – Sýningin verður opin inn í vikuna 28. febrúar – 4. mars og við hvetjum ykkur öll til þess að líta við á þennan flotta viðburð. Það var árið 2014 sem fyrstu skref félagsskaparins Penslarnir voru stigin, það var í endurhæfingu í Ljósinu sem forsprakkarnir hittust fyrst og hafa þau haldið hópinn síðan. Engan grunaði þá að mörgum árum

Lesa meira

17
feb
2022

Lærðu að tálga þinn eigin fugl

Vilt þú læra að tálga þinn eigin fugl? Í næstu viku hefst nýtt námskeið þar sem Bjarni listamaður í tálgun og útskurði mun kenna þátttakendum að tálga sinn eiginn fugl. Á þessu námskeiði öðlast þú færni til þess að móta þína eigin hönnun. Verða frjáls eins og fuglinn í trétálgun. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 24.febrúar kl:13.00 – 15.30 og spannar fjögur

Lesa meira

17
feb
2022

Grunnfræðsla fyrir fólk á aldrinum 16-45 hefst 28. febrúar

Grunnfræðsla fyrir fólk á aldrinum 16-45 hefst 28. febrúar. Fræðslan er 3 skipti og fer fram í húsakynnum Ljóssins en einnig á Zoom. Efnistök fræðslunnar eru: 28. febrúar  Kolbrún Halla iðjuþjálfi kynnir námskeiðið og ræðir aðstæður og úrlausnir Inga Rán og Stefán taka svo spjallið um hreyfinguna og mikilvægi hennar fyrir krabbameinsgreinda og frá dagskránni 7. mars  Helga Jóna iðjuþjálfi

Lesa meira

14
feb
2022

Lokað 14. febrúar klukkan 13:00 vegna veðurs

Kæru vinir, Sökum slæmrar veðurspár og lélegrar færðar í kringum húsakynni okkar á Langholtsvegi lokar Ljósið klukkan 13:00 í dag, mánudaginn 14. febrúar.   

14
feb
2022

Grímur nú valfrjálsar í Ljósinu

Frá og með deginum í dag, 14. febrúar, fellur grímuskylda niður í Ljósinu og eru grímur nú valkvæðar. Allir þeir sem eru með kvefeinkenni eru þó beðnir um að bera grímur. Fagaðilar sem vinna í miklu nágvígi við þjónustuþegar; nuddarar og snyrtifræðingur, bera grímur á meðan á meðferð stendur. Við minnum á mikilvægi persónulegra sóttvarna.    

9
feb
2022

Myndlistarmenn Ljóssins athugið!

Kæru vinir, Nú leitum við til ykkar sem hafa lokið námskeiði í myndlist í Ljósinu. Við vinnum að gerð tækifæriskorta sem fjáröflun fyrir starfsemi Ljóssins. Hugmyndin er hafa myndir á kortunum eftir hópinn okkar góða sem hefur verið í myndlist hjá okkur. Við stefnum á að gera 5 mismunandi myndakort sem verða merkt Ljósinu og höfundi verksins. Þeir sem hafa

Lesa meira

9
feb
2022

Að eiga mömmu eða pabba með krabba

Þegar Valdimar Högni Róbertsson 8.ára fékk þær fréttir að pabbi hans hefði greinst með krabbamein, fékk hann þá hugmynd að gera hlaðvarpsþátt til þess að fræða sig og og aðra unga aðstandendur um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Í hlaðvarpinu sem ber heitið Að eiga mömmu eða pabba með krabba býður hann til sín góðum gestum, bæði fagaðilum, aðstandendum og öðrum

Lesa meira

6
feb
2022

Lokað mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs

Kæru vinir, Gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring. Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu á morgun, mánudaginn 7. febrúar 2022. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi. Við biðjum ykkur öll að fara varlega og njóta góðrar inniveru á meðan stormurinn geisar. Hlýjar

Lesa meira

4
feb
2022

4. febrúar – Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini

Í dag, 4. febrúar, er Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum í París 4. febrúar árið 2000. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli og með því koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp

Lesa meira