Höfuðljós frá Dynjanda lýsa upp Ljósafoss

Vinir okkar í Dynjanda hafa til fjölda ára verið duglegir að kíkja við hjá okkur í Ljósið í aðdraganda Ljósafoss niður Esjuhlíðar og færa okkur höfuðljós sem seld eru í styrktarsölu fyrir viðburðinn okkar í Esjunni.

Árið í ár er engin undantekning og kom Steindór Gunnlaugsson færandi hendi með 26 stykki af höfuðljósum sem við ætlum að selja hér í Ljósinu fram að Ljósafossinum okkar niður Esjuhlíðar 11. nóvember.

Ljósin fást í afgreiðslu Ljóssins og kosta frá litlum 1900 krónum.

Takk Dynjandi ehf

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.