Áhrif Kvennaverkfalls 2023 á Ljósið

Kæru vinir,

Eins og flestir vita hefur verið boðað til Kvennaverkfalls næstkomandi þriðjudag og munu konur og kvár í Ljósinu leggja niður störf þann dag.  Allir karlmenn sem starfa í Ljósinu munu þó taka vel á móti þeim þjónustuþegum sem koma í hús en eins og gefur að skilja mun verða umtalsvert rask á dagskrá Ljóssins vegna verkfallsins.

Eftirfarandi dagskrárliðir á sínum stað en annað fellur:

  • Kynningarfundur
  • Eldhúsið verður opið
  • Hádegismatur fyrir ungu mennina
  • Fræðslufundur fyrir karlmenn
  • Leirlist

Athugið að æfingarsalur verður lokaður

Baráttukveðjur frá öllu starfsfólki Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.