Tólf sprotar fögnuðu Fléttustyrkjum í Ljósinu

Tólf styrkjum úthlutað til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu - mynd

Styrkþegar ásamt Áslaugu Örnu, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra // Mynd: Golli

Húsakynni Ljóssins fengu örlítið annað hlutverk síðdegis á mánudag þegar Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bauð í hús til okkar fulltrúum 11 sprotafyrirtækja sem hljóta styrki úr Fléttunni þetta árið.

Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins almennt.

Tólfti sprotinn var svo Ljósið sem hlaut styrk upp á sjö milljónir til að innleiða matstæki WHODAS með það að markmiði að meta þjónustuþörf, bera saman þarfir fólks, skilgreina þjónustuframboð, og fylgjast með læknisfræðilegum áhrifum inngrips.

Við erum ótrúlega spennt og þakklát fyrir að þetta verkefni geti nú hafist.

Auk þessa fengu samstarfsaðilar okkar hjá Sidekick veglegan styrk til að halda rannsóknarverkefnum okkar áfram og tæknilausnirnar Proency og Kara Connect sem báðar eru notaðar í Ljósinu styrki.

Við óskum öllum þessum flottu aðilum sem komu til okkar í gær til hamingju með styrkina og góðs gengis með verkefnin.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.