Fréttir

18
maí
2022

Hlaupahópur hittist miðvikudaginn 25. maí

Eftir virkilega velheppnaða pop-up hlaupaæfingu í síðustu viku var ákveðið að bæta við annarri æfingu miðvikudaginn 25. maí. Hópurinn hittist klukkan 16:00 við æfingarsal Ljóssins og tekur æfingin um klukkustund. Við hvetjum alla, og sér í lagi þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir Ljóssins hönd í ágúst, að reima á sig skóna. Það er Guðrún Erla,

Lesa meira

18
maí
2022

Stafgöngukennsla samhliða gönguhóp Ljóssins

Heil og sæl kæru vinir, Næstu vikurnar ætlum við að brjóta aðeins upp formið á gönguhópnum og bjóða einnig upp á stafgöngu fyrir áhugasama. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar snjó tók upp

Lesa meira

9
maí
2022

Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi

Við fengum góða heimsókn á dögunum þegar Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi. Þeir færðu Ljósinu rausnarlegan styrk sem nýtist vel í ört vaxandi starfsemi Ljóssins. Færum við þessum heiðursmönnum bestu þakkir fyrir heimsóknina og styrkinn góða.

8
maí
2022

Pop-up hlaupaæfing mánudaginn 16. maí

Fyrsta hlaupaæfing sumarsins verður mánudaginn 16. maí klukkan 16:00. Hópurinn hittist við tækjasalinn og haldið verður niður í Laugardalinn. Allir sem stefna á Reykjavíkurmaraþon velkomnir, hvort sem þeir ætla að ganga, skokka eða hlaupa. Það er Guðrún Erla, íþróttafræðingur og hlaupagarpur, sem leiðir kennsluna. Hlökkum til að sjá ykkur!

4
maí
2022

Heimsókn í Höfustöðina

Jafningjahópur ungra kvenna í Ljósinu bregður sér reglulega af bæ í ýmsa spennandi leiðangra. Virkilega skemmtilegar ferðir þar sem hópurinn skoðar nýja hluti og upplifir. Nýverið fór hópurinn í menningar og listamiðstöðina Höfuðstöðin. Þar skoðuðu þær stórskemmtileg verk Hrafnhildar Arnardóttir sem ber nafnið Chromo Sapiens. Spjall, samvera og jafningjastuðningur hjá þessum frábæra hóp. Þórdís Reynirs ljósmyndari tók þessar fallegu myndir

Lesa meira

4
maí
2022

Fjöll og viðhengi ganga til sigurs fyrir Ljósið

Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega saman yfir vetratímann eða frá september fram í maí. Í lok maí verður gönguröð hjá  hópnum til styrktar Ljósinu. Árið 2021 var þeim erfitt, en þá greindust þrír úr gönguhópnum með krabbamein, sem er ansi hátt hlutfall í svo litlum hóp. Þeim langaði að leggja sitt að mörkum. „ Þessir

Lesa meira

3
maí
2022

Stafagöngukennsla 10. maí

Þriðjudaginn 10. maí klukkan 10:30  verður boðið upp á stafagöngukennslu í Ljósinu. Guðrún Erla íþróttafræðingur leiðir kennsluna og verða göngustafir til láns fyrir þá sem ekki eiga. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar

Lesa meira

27
apr
2022

Aðalfundur Ljóssins 2022

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 11. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins

27
apr
2022

Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir að vera Ljósavinur

Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja tæplega 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi

Lesa meira

26
apr
2022

Flughnýtingar og flugukast

Í maí bjóðum við upp á spennandi námskeið sem blandar saman kennslu í fluguhnýtingum og kennslu í flugukasti. Við byrjum á að læra að hnýta flugur hjá miklum reynsluboltum fimmtudagana 5. og 12.maí. Þar verður einnig kynnt spennandi nýjung sem ber heitir Reel Recovery og er sérsniðin að karlmönnum með krabbamein. Í kjölfarið verður haldið í Vífilsstaðavatn þar sem kennt

Lesa meira