Greinar

10
jún
2022

Vel heppnað golfmót fyrir karla að baki

Golfmót fyrir karla í Ljósinu fór fram þriðjudaginn 7. júní í Kiðjabergi.  Veðrið lék við keppendur allan daginn svo úr  varð ekki einungis spennandi mót heldur einnig frábær útivist í virkilega fallegu umhverfi. Golfklúbburinn í Kiðjabergi bauð upp á rjúkandi góða súpu áður en haldið var út á völlinn sem óhætt er að segja að sé einstaklega vel við haldinn

Lesa meira

21
jan
2021

Að öðlast þrautseigju með núvitund

Eftir Elínu Kristínu Klar sálfræðiráðgjafa   Á lífsleiðinni getum við ekki stýrt raunveruleikanum sem á okkur dynur. Erfiðleikar eins og heimsfaraldur eða erfið veikindi eru til að mynda staðreyndir sem við fáum ekki breytt. Góðu fréttirnar eru þó þær að það er ekki aðeins raunveruleikinn sjálfur sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og hegðun heldur túlkun okkar á honum. Það

Lesa meira

20
nóv
2020

Fylgdu hjartanu inn í jólin

eftir Guðrúnu Friðriksdóttur, iðjuþjálfa og Elinborgu Hákonardóttur, umsjónamann handverks Við erum mismikil jólabörn. Það er hvorki gott né slæmt að við séum misspennt fyrir jólunum heldur er það bara þannig. Sumir byrja að tala um jólin, aðventuna og allt sem tengist þessu tímabili ársins strax eftir Verslunarmannahelgi. Njóta, ekki þjóta, skreyta, pakka inn, senda kort, baka sörur, drekka kakó og

Lesa meira

3
nóv
2020

Sogæðakerfið og meðferð við sogæðabjúg

eftir Kolbrúnu Lís Viðarsdóttur Sogæðar mynda sérstakt æðakerfi um allan líkamann með þeirri undantekningu að þær finnast ekki í æðakerfi, miðtaugakerfi og rauðum beinmerg. Í fyrstu eru sogæðaháræðar lokulausar en safnast saman í stærri æðar sem eru með lokum og sléttum vöðvafrumum í æðaveggnum. Þær líkjast bláæðum hvað gerð snertir en hafa þynnri veggi, fleiri lokur og eru með eitla

Lesa meira

30
okt
2020

Tilhlökkunarferðalagið

eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa   „Ég hlakka svo til …“ „Mikið verður gaman þegar …“ „Vá, hvað verður gott að vera laus við …“ Tilhlökkunin er gjöf og við ættum að vera meðvituð um að virkja hana. Í tilhlökkun er að finna drifkraft, gleðisprota og von. Hún hjálpar okkur að brjóta upp tilbreytingarlitla daga og gerir lífið bærilegra. Þið,

Lesa meira

20
okt
2020

Endurhæfing eftir aðgerð á brjósti

eftir Ingu Rán Gunnarsdóttur Það er mikilvægt fyrir konur jafnt sem karla, sem gangast undir aðgerð á brjósti, að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Við inngrip sem þetta er ekkert óeðlilegt að skerðing verði á hreyfingu í kjölfarið og til að sporna gegn þeirri þróun er mikilvægt að byrja snemma að vinna gegn skerðingunni með réttum

Lesa meira

19
okt
2020

Útivist bætir og kætir – líka á veturna

eftir Guðrúnu Erlu Þorvarðardóttur Nú þegar daginn er að stytta og kuldinn sækir að er erfiðara að fara út og hreyfa sig. En það er gott að hreyfa sig utandyra í fersku lofti. Það gefur okkur aukna orku og okkur líður betur á eftir. Hversu lengi við erum úti eða hversu langt við göngum fer eftir dagsforminu okkar, stundum getum

Lesa meira

19
okt
2020

Gleði og dund í steinastund

Hún okkar Sigrún Marinósdóttir kom við í Ljósinu í dag til að taka stöðuna á hvernig gengi nú þegar starfsemi Ljóssins er með minna móti vegna Covid19. Eins og mörg ykkar vita þá er Sigrún alger töfrakona þegar kemur að ýmsu handverki en hún hefur verið leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum hér í Ljósinu eins og steinamáluninni sem var ansi vinsælt

Lesa meira

1
júl
2020

Tíminn er dýrmætur, ekki sóa honum

eftir Maríu Ólafsdóttur „Manni lærist að tíminn er dýrmætur og þú átt ekki að sóa honum. Því er mikilvægt að umgangast fólk sem þér finnst skemmtilegt og gera það sem þér finnst skemmtilegt,“ er lærdómur sem Magnea Mist Einarsdóttir, 21 árs Reykvíkingur, dregur af því að hafa greinst með eitlakrabbamein á fjórða stigi, í janúar 2019. Undanfarin misseri hefur Magnea

Lesa meira

28
apr
2020

Ert þú að greinast með krabbamein á tímum kórónaveiru?

Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónaveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og það var og verður sennilega aldrei. Á þessum tímum upplifum við breytt lífsmynstur, óöryggi, kvíða og oft á tíðum einangrun. Mikið álag að greinast með sjúkdóm á þessum tíma. Að

Lesa meira