Vel heppnað golfmót fyrir karla að baki

Golfmót fyrir karla í Ljósinu fór fram þriðjudaginn 7. júní í Kiðjabergi.  Veðrið lék við keppendur allan daginn svo úr  varð ekki einungis spennandi mót heldur einnig frábær útivist í virkilega fallegu umhverfi.

Golfklúbburinn í Kiðjabergi bauð upp á rjúkandi góða súpu áður en haldið var út á völlinn sem óhætt er að segja að sé einstaklega vel við haldinn og skemmtilegur að spila.

Til leiks voru mættir bæði reyndir golfarar og þeir sem nýlega hafa byrjað að stunda íþróttina. Úr varð virkilega góður dagur fyrir karlana í Ljósinu.

Sérstaklegar þakkir fær Birkir Már Birgisson frá Golfklúbbi Kiðjabergs, sem tók vel á móti hópnum og sá til þess að allt færi rétt og vel fram.

Eftirfarandi gáfu vinninga og fá góðar þakkir fyrir frá Ljósinu: Arka, Askja, Brim, Eylíf, Hreyfing, Heilsa, Ison, Myndform, Omnom, Ölgerðin og Ljósið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.