Miðvikudaginn 16. ágúst á milli kl. 17:00 – 19:00 ætlar Ljósið að bjóða öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu í pastaveislu. Í leiðinni munum við afhenda fallega dry fit hlaupaboli merkta Ljósinu. Fjóla Dröfn, margreyndur maraþonhlaupari, sjúkraþjálfari Ljóssins og þjálfari skokkhópsins ætlar jafnframt að ausa úr viskubrunni sínum og koma með góð og hagnýt ráð fyrir hlaupara. Þeir
Þeir eru fjölmargir sem ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslansdbanka nú í ágúst og styrkja um leið starfsemi Ljóssins. Frá því í apríl hefur verið starfræktur hlaupa og skokkhópur í Ljósinu m.a. til að undirbúa sig fyrir hlaupið og eru allir velkomnir að vera með. Æft er einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 15:30. Mæting í
Kynningarfundir fyrir nýtt fólk alla þriðjudaga kl. 11:00 Ljósið er opið í allt sumar – sjá stundskrá hér Heilbrigðismenntað starfsfólk sér um faglega endurhæfingu sem snýr að: · Líkamlegri uppbyggingu · Andlegum stuðningi · Félagslegum stuðningi · Jafningjafræðsla · Uppbyggjandi umhverfi.
Á Esjuna 28.júní 2017 Við ætlum að hittast við Esjustofu kl:12.30. Gengið verður upp að steini, en þeir sem treysta sér ekki alla leið geta gengið í rólegheitum í hlíðum Esjunnar, starfsfólk Ljóssins verður á staðnum. Mikilvægt er að þeir sem ætla að ganga upp að steini leggi af stað frá Esjustofu kl:13.00. Kaffihúsið Esjustofa verður opin og hægt veður
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands verður með fyrirlestur í Ljósinu þriðjudaginn 20. júní kl. 14. Meðal annars ætlar hún að kynna nýútkomna bók sína, ,,Sterkari í seinni hálfleik“ sem jafnframt er fimmta bókin sem hún gefur út. Bókin fjallar um það hvernig við getum sem best undirbúið okkur fyrir síðara æviskeiðið og segir Árelía að
Eins og margir vita er myndlist einn af föstu liðum handverksins í Ljósinu og þar ná magir að gleyma sér og næra listagyðjuna í sér í því annars erfiða verkefni sem þeir fást við. Í myndlistahópnum leynast ótrúlega miklir snillingar og þar hafa fjölmargir einnig uppgötvað myndlistahæfileika sem þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir byggju yfir. Á haustdögum tók
Á miðvikudaginn kemur, þann 7. júní kl. 14 verður farið í veiðiferð í Vífilstaðavatn í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 13:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið um kl. 14. Skráning er hafin í Ljósinu og Ljósberar eru hvattir til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja
Undanfarin vor hefur Ljósið staðið fyrir flottum fræðsufyrirlestrum og hafa þeir verið afar vel sóttir. Þetta árið er engin undanteknin og nú höfum við fengið til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem verða með spennandi og fræðandi fyrirlestra. Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43. Dagskráin hefst kl. 17 og stendur til kl.20 og er sem hér segir.
Miðvikudaginn 17. maí ætlum við að ganga strandlengjuna við Straumsvík. Hittumst í Ljósinu kl. 12.30 eða á bílastæðinu við burstabæinn Straum kl. 13.00. Við sleppum ekki kaffisopanum góða, mörg góð kaffihús í Hafnarfirði í boði eftir gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur.
Skokk- og hlaupahópur Ljóssins fer vel af stað þetta árið. Þátttakendur eru fullir eldmóðs undir hvetjandi og styrkri stjórn Fjólu Drafnar sjúkraþjálfar og margreyndum maraþonhlaupara. Reyndar hefur aðeins örlað á harðsperrum hjá skokkurunum, en það er ekkert til að gera veður útaf. Þeir sem vilja vera með í skokkinu eru boðnir hjartanlega velkomnir. Æfingar eru alla fimmtudaga frá kl.