Fréttir

15
mar
2017

Sigtipokar saumaðir í Ljósinu

Það er svo gaman að segja frá því að hinir vinsælu sigtipokar (sem sumir kalla spírupoka) eru saumaðir hér hjá okkur í Ljósinu. Eldsnemma í morgun mætti hingað ofurfagur, jákvæður og duglegur hópur sjálfboðaliða sem töldu það ekki eftir sér að vakna snemma og koma og leggja fram vinnu til handa Ljósinu og sauma fyrir okkur sigtipoka. Sigtipokarnir eru og

Lesa meira

14
mar
2017

Ungir makar

Við vekjum athygli á að jafningjahópurinn ungir makar hittist annan hvern mánudag kl. 17 í Ljósinu. Þessi hópur er fyrir einstaklinga á aldrinum 20-45 ára og eiga maka sem glímir við krabbamein.  Kristín Ósk sálfræðingur Ljóssins heldur utan um hópinn. Næsti fundur er mánudaginn 20. mars og stendur frá kl. 17-18:30 Ef þú hefur áhuga á að vera með og

Lesa meira

8
mar
2017

Fræðslukvöld ungliðahóps Ljóssins, SKB og Krafts

Fimmtudagskvöldið 9. mars næstkomandi kl. 19:30 ætlar Pálmar Ragnarsson að koma til okkar í Ljósið á motivation kvöld Ungliðahóps Ljóssins, Krafts og SKB og halda fyrirlestur um jákvæða nálgun í samskiptum. Hann fjallar um aðferðir og reynslu sína við þjálfun barna og unglinga, en hann hefur yfir 10 ára reynslu af körfuknattleiksþjálfun barna og ungmenna, með einstökum árangri. Aðal áherslan

Lesa meira

28
feb
2017

Hækkun á mat

Nú er komið að því að við verðum að hækka matinn okkar þar sem við ráðum ekki lengur við að bjóða hann á 700 kr. Við erum þó eins hófleg og við getum og mun hann kosta kr. 1000,- frá og með morgundeginum 1. mars. Vonumst til að sjá ykkur jafnt sem áður því áfram verður sami góði maturinn.

28
feb
2017

Öskudagur í Ljósinu

Á öskudaginn ætlum við í Ljósinu að gera okkur smá dagamun og hafa gaman saman. Við hvetjum fólkið okkar til að koma í búningum, jafnvel láta gamla drauma rætast og mæta sem Súperman eða Mjallhvít, býfluga eða banani. Starfsfólkið ætlar að skipta um hlutverk og vera í búningum, grínast smá og baka vöfflur eins og stundum er gert á öskudag. Hlökkum

Lesa meira

23
feb
2017

Hláturfyrirlestur

Þriðjudaginn 28. febrúar næst komandi mun Þórdís Sigurðardóttir, markþjálfi og hláturmarkþjálfi vera með kynningu á hláturþema og mun fyrirlesturinn byggja á leik og fræðsluinnskotum. Við munum meðal annars velta fyrir okkur hvað hlátur getur gert fyrir okkur, ræðum þrjár mýtur um af hverju við hættum að hlægja og jafnvel gera hláturæfingar, hláturslökun og hláturhugleiðslu. Áhersla verður lögð á að við leikum

Lesa meira

15
feb
2017

Góðir gestir í heimsókn

Ljósið bauð starfsfólki krabbameinsdeilda Landspítalans í heimsókn þriðjudaginn 14. febrúar sl. Það er ánægjulegt að segja frá því að um 40 manns mættu og hlýddu á kynningar á starfsemi Ljóssins ásamt því að skoða húsakynnin og bragða á okkar gæðamat. Landsspítalinn er stærsti samstarfsaðili Ljóssins og benda fólki á endurhæfinguna og stuðninginn sem hér fer fram. Við þökkum öllum sem

Lesa meira

2
feb
2017

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins alla miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12:30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13:00. Dagskrá gönguhópsins er hægt að skoða hér, en yfir vetrartímann eru allar göngur með fyrirvara um breytingu vegna veðurs. Einnig er hægt er að

Lesa meira

2
feb
2017

Námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Þann 6. febrúar hefst nýtt námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein.  Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki, jafnvægi sitt í daglegu lífi, starfsfærni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar, hugsanir, efla sjálfsmyndina, draga úr þreytu, auka jafnvægi í daglegri iðju, styrkja

Lesa meira

30
jan
2017

Námskeið fyrir aðstandendur, börn 6-13 ára

Námskeið fyrir börn, 6 -13 ára hefst í Ljósinu 2. febrúar nk. kl. 16:30 og stendur til kl. 18.  Námskeiðið er fyrir börn og unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra. Börnin fá tækifæri til að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og

Lesa meira