Vellukkaður Ljósafoss 2019 – MYNDIR

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að hinn ár­legi Ljósa­foss niður hlíðar Esj­unn­ar fór fram síðastliðinn laugardag.

Talið var að um 400 manns hafi mætt og yfir 300 hafi lagt leið sína upp í hlíðarnar eftir skemmtiatriði frá Ara Eld­járn og Bigga Sæv­ars.

Meðal þeirra sem gengu voru  Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og at­vinnu­málaráðherra, og flokks­syst­ir hans, Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, sem sótt hef­ur þjón­ustu í Ljósið. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son for­seti Alþing­is.

Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem lýstu upp hlíðarnar með okkur! Sérstakar þakkir sendum við til Fjallakofans, Skátanna, Sonik, Björgunarsveitarinnar Kjalar og Dynjanda.

Okkar kæri Ragnar Th. var á svæðinu með myndavélina og fangaði mörg skemmtileg augnablik – Gjörið þið svo vel!

                                  

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.