Dásamlegt aðventukvöld Ljóssins

Í gærkvöldi héldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins þar sem ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins hittust og áttu saman virkilega notalega stund.

Yfir heitu súkkulaði og smákökum nutum við skemmtilegrar dagskrár þar sem Óskar Guðmundsson og Gunnar Helgason komu og lásu upp úr bókum sínum, börnin máluðu piparkökur og í lokin kom Guðrún Árný og söng fyrir okkur jólalög.

Takk fyrir komuna öll sem eitt – Við vonum að aðventan verði ykkur björt og hlý!

      

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.