Fréttir

26
okt
2017

Nýtt námskeið fyrir nýgreindar konur

Nú er búið að opna fyrir skráningu á þriðja námskeiðið fyrir nýgreindar konur á þessari haustönn. Námskeiðið hefst 17. nóvember og nú erum við í óða önn að taka við skráningum. Námskeiðið er í átta hlutum og verða fimm skipti fyrir jól og þrjú eftir. Námskeiðið verður á föstudagsmorgnum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að konur í svipuðum sporum

Lesa meira

24
okt
2017

Betri svefn – grunnstoð heilsu

Í þriðjudagsfyrirlestri októbermánaðar mun Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum fjalla um svef og hversu nauðsynlegur hann er okkur öllum. Fyrirlesturinn verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43, 31. október kl. 14. Við vekjum athygli á að Erla heldur einnig úti svefnbloggi sem heitir Betri svefn þar sem finna má ýmsar fræðigreinar og annað fróðlegt efni um

Lesa meira

12
okt
2017

Djúpslökunarnámskeið

Ljósið býður upp á námskeið í djúpslökun fyrir einstaklinga með langvinn veikindi sem vilja læra að slaka á. Námskeiðið er í þrjú skipti, miðvikudagana 18. og 25. október og 1. nóvember frá kl. 14:30 – 15:30. Námskeiðið fer fram í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Með djúpslökun er leitast við að ná innri ró og ná jafnvægi milli hugar og

Lesa meira

21
sep
2017

Fyrirlestur um jákvæðni og markmið

Þriðjudagsfyrirlestrarnir sem hófu göngu sína um síðustu áramót mæltust svo vel fyrir að ákveðið var að halda þeim áfram þennan veturinn. Fyrsti fyrirlesturinn á haustönn verður þriðjudaginn 26. september n.k. kl. 14 í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43.  Þá mun dáðadrengurinn Pálmar Ragnarson koma og ræða um jákvæð samskipti, markmið og sína reynslu af því hvernig er að greinast með

Lesa meira

20
sep
2017

Ungir makar, jafningjahópur að fara af stað.

Undanfarin ár hefur verður starfræktur jafningjahópur í Ljósinu fyrir unga maka sem eiga það sameiginlegt að eiga maka sem greinst hefur með krabbamein. Þessi hópur hefur gefist mjög vel og styrkt aðstandendur og skapað grundvöll fyrir maka krabbameinsgreindra til að ræða þau fjölmörgu verkefni sem glímt er við dags daglega. Hópurinn starfar undir leiðsögn Krístínar Óskar sálfræðing Ljóssins.  Næsti fundur

Lesa meira

5
sep
2017

Námskeið á haustönn 2017

Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við

Lesa meira

25
ágú
2017

Þakkir frá Ljósinu

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að um síðustu helgi fór Reykjavíkurmaraþon fram. Eins og undanfarin ár hefur Ljósið verið eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hægt var að hlaupa fyrir og heita á hlaupara. Því er skemmst frá að segja að um 220 manns hlupu fyrir Ljósið og söfnuðust 9.644.643 kr. Þetta er lang, lang hæsta upphæð sem

Lesa meira

17
ágú
2017

Við verðum í Laugardalshöllinni á Fit and run sýningunni.

Við hvetjum alla þá sem hlaupa fyrir Ljósið og eiga eftir að sækja sér boli að koma við á básnum okkar á Fit and Run sýningunni í Laugardalshöllinni. Ljósið verður þar með bás, sjá staðsetningu hér og við hlökkum til að sjá ykkur, endilega kíkið við. Sýningin verður opin frá kl. 15-20 fimmtudaginn 17. ágúst og frá kl. 14-19 föstudaginn

Lesa meira

16
ágú
2017

Klapplið Ljóssins í Reykjavíkurmaraþoni

Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið frá kl: 9:00 og þar til síðasti hlauparinn okkar fer framhjá. Gaman væri ef klappliðið

Lesa meira

9
ágú
2017

Fyrirlestur, pastaveisla og bolaafhending vegna maraþons

Miðvikudaginn 16. ágúst á milli kl. 17:00 – 19:00 ætlar Ljósið að bjóða öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu í pastaveislu. Í leiðinni munum við afhenda fallega dry fit hlaupaboli merkta Ljósinu. Fjóla Dröfn, margreyndur maraþonhlaupari, sjúkraþjálfari Ljóssins og þjálfari skokkhópsins ætlar jafnframt að ausa úr viskubrunni sínum og koma með góð og hagnýt ráð fyrir hlaupara. Þeir

Lesa meira