Fréttir

16
feb
2018

Námskeið fyrir 14-16 ára aðstandendur krabbameinsgreindra

Mánudaginn 19. febrúar hefst námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Á þessum aldri eiga sér of miklar breytingar stað og því nauðsynlegt að geta boðið upp á stuðningsnámskeið fyrir þennan aldurshóp þegar lífið bankar uppá með krabbamein hjá nánum aðstandanda. Námskeiðið sem verður í fimm hlutum er mótað með það fyrir augum

Lesa meira

12
feb
2018

Fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Miðvikudaginn 21. febrúar hefst námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein. Námskeiðið er einu sinni í viku á milli kl. 14-16 og stendur í átta vikur. Þar verður farið í ýmis gagnleg atriði og m.a hvernig hægt er að auka jafnvægi í daglegu lífi, virkni og vellíðan.  Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið. Námskeiðið hefur fengið mjög góða dóma

Lesa meira

7
feb
2018

Líkamleg endurhæfing eftir brjóstaaðgerð – fyrirlestur

Mánudaginn 12. febrúar kl. 11 verður fræðslufundur í Ljósinu fyrir fólk sem fengið hefur brjóstakrabbamein. Farið verður yfir helstu fylgikvilla brjóstaaðgerða, hvernig sogæðakerfið er uppbyggt og fyrirbyggjandi ráðleggingar gefnar gegn sogæðabjúg á handlegg. Einnig verður kynntur æfingahópur sem kallaður er B hópurinn. Í þeim hóp eru konur sem greinst hafa með brjóstakrabbameina og æfa saman undir handleiðslu sjúkraþjálfara í tækjasal

Lesa meira

3
feb
2018

4. febrúar – Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

Þann 4. febrúar er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum á nýju árþúsundi í París 4. febrúar 2000. Markmiðið með þessum degi er að vera með vitundarvakningu til að koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp herör

Lesa meira

1
feb
2018

Kynning á íslenskum höfuðfötum frá Mheadwear

Miðvikudaginn 7. febrúar verður kynning á íslenskum höfuðfötum frá Mheadwear í Ljósinu. Kynninging hefst kl. 14. Mheadwear er hannað af Guðrúnu Hrund sem sjálf hefur gengið í gegnum það ferli að missa hárið í krabbameinsmeðfeð í þrígang og þekkir því vel til. Öll framleiðsla Mheadwear fer fram á Íslandi og hægt er að fá styrk frá Sjúkratryggingum Íslands við kaup

Lesa meira

30
jan
2018

Námskeið fyrir nýgreindar konur að hefjast

Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila

Lesa meira

25
jan
2018

Aðstandendanámskeið fyrir börn 6-13 ára

Hið sívinsæla barnanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 15. febrúar n.k. Námskeiðið er í tíu skipti, einu sinni í viku,  á virkum fimmtudögum á milli klukkan 16:30 – 18.  Umsjón með námskeiðinu hafa Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur.  Á námskeiðinu er hópnum aldurskipt og ákveðin atriði tekin fyrir í hverjum

Lesa meira

24
jan
2018

Viðtal við forstöðukonu Ljóssins á Rás 1

Það er gaman að segja frá því að forstöðukonan okkar, Erna Magnúsdóttir var boðin í viðtal á Rás 1 í morgun í morgunþátt Sigurlaugar Margrétar Jónsdóttur, ,,Segðu mér“.  Sigurlaug skapar mjög þægilegt og afslappað andrúmsloft í þætti sínum og spyr skemmtilegra og áhugaverðra spurninga. Það er því óhætt að segja að gaman hafi verið að hlýða á þær stöllur fara

Lesa meira

22
jan
2018

Betra minni á 60 mínútum?

Þriðjudagsfyrirlesturinn verður 30. janúar kl. 14 og fjallar að þessu sinni um minnið. Kolbeinn Sigurjónsson frá Betra nám kemur til okkar í Ljósið og ræðir um minnið og nokkrar leiðir til að efla það. Eflaust verður hægt að taka nokkur verkfæri með heim í farteskinu til að hjálpa sér við að muna betur. Hver er ekki til í það?

17
jan
2018

Ýmis námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Nú eru að hefjast hjá okkur ýmsir dagskrárliðir fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra sem vert er að vekja athygli á.  Eins og þeir sem til þekkja þá snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi, ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda

Lesa meira