Hefur þú verið í Kína eða landsvæðum þar sem Kórónaveira hefur greinst síðustu 14 daga?

Kæru vinir,

Samkvæmt ráðleggingum frá Landlækni bendum við á að þeim þjónustuþegum og gestum Ljóssins sem dvalið hafa á landssvæðum þar sem Kórónaveiran hefur greinst, að bíða með heimsókn í Ljósið þar til 14 dögum eftir heimkomu.

Í Ljósinu höfum við aukið þrif í húsi og komið fyrir handspritti á fleiri stöðum í húsinu.

Við fylgjumst grant með tilkynningum al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra og sótt­varna­lækn­is um stöðu mála og gerum allt hvað við getum til að tryggja að gestum Ljóssins stafi sem minnst hætta af veirunni.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.