Afhenti Ljósinu ágóða af fluguhnýtingarnámskeiðum

Ívar ásamt Ernu Magnúsdóttur forstöðukonu Ljóssins

Ívar Örn Hauksson leit við hjá okkur á Langholtsveginum í dag og afhenti upphæð sem safnaðist á fluguhnýtingarnámskeiðum sem hann hélt nýverið í samstarfi við Ármenn, Flugubúlluna, og Vesturröst.

Alls voru haldin tvö námskeið og rann allur ágóði til Ljóssins og Barnaspítala Hringsins.

Á námskeiðinu sýndi Ívar helstu handtökin, fór yfir og útskýrði verkfæri og notkun þeirra, fjallaði um fluguhnýtingarefni, val á efni og notkun þess. Þátttakendur fengu svo leiðbeiningar með hnýtingu á 2 púpum; Peacock og Pheasant Tail, og 2 straumflugum; Nobbler og Black Ghost.

Það var skemmtilega stemning á námskeiðunum.

Við þökkum Ívari fyrir rausnarlegt framlag.

„Örnin“ er sköpunarverk Ívars og bíður nú sumarsins til að sjá hvort einhver taki á.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.