Eirberg færði Ljósinu veglega gjöf

Þeir sem þekkja til þjónustu Ljóssins vita að móttakan okkar er hjarta starfsseminnar, en þar mætast 450-500 manns í hverjum mánuði ýmist á leið í viðtöl, fræðslu, námskeið, líkamsrækt eða hverskyns iðju. Þar má einnig finna þjónustþega sem eru aðeins að brjóta upp hversdaginn með kaffibolla og spjalli við jafningja.

Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs, Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins og Gígja Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur vörustjóri hjá Eirberg með gjafirnar.

Það var því mikil gleði þegar Gígja Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur og vörustjóri hjá Eirbergi ásamt Kristni Johnson framkvæmdastjóra komu færandi hendi í byrjun vikunnar með nuddsetu, herðanuddtæki og fótanuddtæki. Þessa flottu gjöf ætlum við að hafa í móttökunni og bæta þar með en betur hversdag þeirra sem á þurfa að halda.

Við sendum öllum í Eirbergi okkar allra bestu þakkir og kveðjur!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.