Vegna Covid 19

Til allra sem eru á leið í Ljósið!

Ef þú ert nýkomin/n frá útlöndum og með flensulík einkenni (hiti, hósti, mæði) eða hefur umgengist einstakling með þessi einkenni eða jafnvel staðfest kórónaveirusmit (fjölskyldumeðlim, samstarfsfólk, samferðafólk) biðjum við þig að hafa eftirfarandi í huga:

Hundruð einstaklinga sækja endurhæfingu vegna krabbameins í Ljósið í hverri viku. Þjónustan hefur mikil áhrif á líðan þessara einstaklinga og það er mikilvægt að starfsemin haldist óskert og að við öll gerum okkar besta til þess að smit berist ekki í ljósbera og starfsfólk.

Því viljum við undirstrika það að ef þú átt bókað viðtal hjá fagaðila, ert á leið í fræðslu, jafningjahóp eða iðju, átt tíma í snyrtingu eða nuddi, eða í aðra þjónustu í Ljósinu og ert að finna fyrir flensulíkum einkennum að sýna aðgát og koma ekki til okkar á Langholtsveg en hafa þess í stað samband og fá tíma þínum breytt.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.