Oddfellowar færðu Ljósinu afrakstur sölu jólakorta

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa seldi á síðasta ári falleg jólakort til styrktar Ljósinu.

Í dag færðu fulltrúar Oddfellowa afrakstur sölunnar sem mun renna að fullu í framkvæmdir við nýtt húsnæði á lóð okkar þar sem í næsta mánuði stendur til að opna glæsilega aðstöðu til líkamsræktar, heilsunudds og viðtala.

Við þökkum Oddfellow fyrir dyggan stuðning í gegnum árin og skemmtilega heimsókn í dag.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.