Lionsklúbburinn Engey færði Ljósinu styrk

Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins ásamt forsvarskonum Lionsklúbbsins Engeyjar

Í síðustu viku komu forsvarsmenn Lionsklúbbsins Engeyjar til okkar í Ljósið í skemmtilega heimsókn. Erna Magnúsdóttir tók á móti hópnum og sýndi þeim húsakynnin og tók formlega á móti rausnarlegum styrk sem klúbburinn hafði safnað.

Styrkurinn mun fara í barnastarf Ljóssins.

Við þökkum Sigríði Vigfúsdóttur formanni, Jónu Guðjónsdóttur gjaldkera og Sigríði Einarsdóttur formanni líknarnefndar fyrir komuna og sendum öllum konum í Lionsklúbbnum Engey okkar bestu þakkir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.