Nú þegar sumarið á að vera komið eða júní er allavega komin samkvæmt dagatalinu þá verða gjarnan smávægilegar breytingar á stundaskránni okkar hér í Ljósinu. Til að sjá nýuppfærða dagskrá, smelltu hér. En svo að við stiklum aðeins á stóru þá verður sú breyting á jóganu að einn tími verður á þriðjudögum og fimmtudögum í stað tveggja áður og verður
Starfsfólk Ljóssins og þeir sem þangað sækja láta nú ekki 13 metra á sekúndu, rigningu og svignandi tré aftra sér frá því að halda vorhátíð. Því var fyrirhuguð hátíð bara flutt inn, pylsugrillarinn stóð reyndar úti með húfu og vettlinga og grillaði gómsætar eðal SS pylsur sem voru á boðstólnum ásamt girnilegri súkkulaði köku og góðgæti úr skrínum kokksins. Fjölmennt
Það er um að gera að nýta hvert tækifæri sem gefst til að gleðjast og ef enginn eru tilefnin þá er um að gera að búa þau til. Þess vegna höfum við í Ljósinu nú blásið til Vorhátíðar þriðjudaginn 29. maí á pallinum okkar góða. Við höfum staðið í ströngum samningaumræðum við veðurguðina og þeir hafa lofað að gera sitt
Í frumkvöðlaáfanga í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ tóku þrjár ungar stúlkur sig til og hönnuðu og létu framleiða fyrir sig lyklakippu úr birkikrossvið. Á lyklakippuna er búið að skera út orðið ,,Bellator“ sem er latneska og þýðir hetja. Ástæðan fyrir valinu á þessu orði er sú að það er einkennandi fyrir þá sem eru að kljást við krabbamein. Allur ágóði af sölu
Heil og sæl Vegna mikillar aukningar í Ljósið þetta árið leitum við nú eftir stuðningi landsmanna. Endurhæfing- og stuðningur eykur lífsgæði og virkni í daglegu lífi krabbameinsgreindra og frjáls framlög eru okkar líflína til að halda þeirri starfsemi áfram og vaxa í takt við aukna aðsókn. Því er hafin símasöfnun til að efla endurhæfingu- og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur
Miðvikudaginn 23. maí n.k. verður boðið upp á tveggja tíma námskeið í Ljósinu og ber námskeiðið yfirskriftina ,,Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs“. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum að nota dagbók til að hjálpa við forgangsröðun og minnka þannig líkur á að álag og stress taki völdin. Markmiðið er að hámarka líkur á að hver dagur verði
Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 16:30 að Langholtsvegi 43, 104 Rvk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Heitt á könnunni Með kveðju Stjórn Ljóssins
Þriðjudagsfyrirlesturinn flyst yfir á mánudag nú maí en það er alltaf gott að breyta aðeins til. Það er garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, Gurrý sem kemur til okkar mánudaginn 14. maí kl. 14 og hún ætlar að fjalla um matjurta – og grænmetisræktun kannski með smá sumarblóma ívafi. Allir sem hafa gaman af því að moldvarpast eru hvattir til að mæta því
Ljósið var einn af þeim aðilum sem stóðu að málþingi um endurhæfingu krabbameinsgreindra sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 3. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem allir þeir sem standa að endurhæfingu krabbameinsgreindra koma saman og ræða málin opinskátt. Allir endurhæfingaraðilarnir eru sammála því að mikil þörf sé á að samræma og skilgreina allt ferlið þegar
Ákveðið hefur verið að hafa lokað í Ljósinu frá kl. 13, fimmtudaginn 3. maí vegna málþings um stöðu og stefnu enduhæfingar fólks sem greinst hefur með krabbamein. Hefðbundin dagskrá verður í handverki og hreyfingu til kl. 12 og eldhúsið opið til kl.13. Föstudaginn 4. maí verður alveg lokað í Ljósinu en við verðum hér aftur spræk og hress mánudaginn 7.