Fréttir

9
nóv
2020

Zoom fundur fyrir 16-45 ára karlmenn

Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur, ætla að taka stöðuna á hópnum á morgun, þriðjudagurinn 10. nóvember, klukkan 20:00. Hlekk á fundinn má finna í hópnum okkar á facebook. Við hvetjum alla unga menn sem nýlega skráð sig í endurhæfingu til að taka þátt.

3
nóv
2020

Flæðidagbók – dagbók fyrir augað

Eftir Elinborgu Hákonardóttur Margir hafa haldið og halda dagbækur, sumir hafa gert það frá því þau voru börn og aðrir hafa kannski gripið í það á ákveðnum tímabilum yfir ævina. Þegar við hugsum um dagbókarskrif þá er ekki ólíklegt að upp í hugan komi hugmyndir um mikinn texta, þar sem farið er yfir verk dagsins, hugsanir, áætlanir fyrir framtíðina og

Lesa meira

3
nóv
2020

Ljósið í þjónandi forystu

Eftir Ernu Magnúsdóttur forstöðukonu Ljóssins    Ljósið og hugmyndafræði þjónandi forystu Í febrúar 2019 útskrifaðist ég úr meistaranámi við Háskólann á Bifröst, í forystu og stjórnun.  Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta nám var áhugi minn á hugmyndafræði sem heitir Þjónandi forysta en sú hugmyndafræði hefur verið að ryðja sér til rúms sl. áratugi. Markmið okkar í Ljósinu er

Lesa meira

2
nóv
2020

Líkamleg endurhæfing í Ljósinu

Starfsemi líkamlegrar endurhæfingar í Ljósinu heldur áfram með takmörkunum næstu vikurnar. Við föllum undir sömu skilyrði og aðrar sjúkraþjálfunarstöðvar, gætum ýtrustu varkárni í sóttvörnum auk fjöldatakmarkana. Skjólstæðingum sem hafa fengið tækjakennslu hjá þjálfurum Ljóssins stendur til boða að bóka tíma í tækjasal (hámark 5 í einu). Skylda er að hafa grímu, hvert tæki er sótthreinsað eftir notkun og allir helstu

Lesa meira

30
okt
2020

Af líkamsgerð og týpum

eftir Brynju Árnadóttur, heilsunuddara  Mig langar að deila með ykkur hugmyndum úr kínverskri læknisfræði. Þar er horft á manneskjuna og mannslíkamann út frá fimm eiginleikum eða fösum, og hvernig við erum partur af náttúrunni. Þessir fasar eru: Vatn, eldur, jörð, viður og málmur Hvert og eitt okkar hefur að geyma alla þessa fasa en þegar við rýnum í einstaklinga er skemmtilegt

Lesa meira

30
okt
2020

Kynningarfundir Ljóssins í hverri viku

Kynningarfundur um endurhæfinguna í Ljósinu er alla þriðjudaga klukkan 11:00 á Langholtsvegi. Allir bera grímur og spritta hendur við komu í hús. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn. Við bjóðum einnig upp á kynningu í myndbandsformi. Hafðu samband við okkur í síma 561-3770 eða með því að senda okkur póst á mottaka@ljosid.is og við sendum þér hlekk á kynninguna

Lesa meira

21
okt
2020

Ertu stirður?

eftir Örnu Arnardóttur Rými og tími til að gefa eftir Flest vitum við að líkaminn er samsettur úr vöðvum, beinum, líffærum, sinum, taugum og alls konar vefjum. Þegar við gerum jóga eða teygjum er gjarnan talað um vöðvateygjur, sem er að hluta til rétt, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Allar hreyfingar stjórnast af taugakerfinu en það skiptist í

Lesa meira

21
okt
2020

Námskeið halda áfram á Zoom

Námskeiðin í Ljósinu eru nú að fara aftur af stað hvert á fætur öðru. Fagaðilar eru að hafa samband við alla þá sem voru á námskeiðum í Ljósinu þegar þjónusta var skert og upplýsa um nýtt fyrirkomulag námskeiða og gefa leiðbeiningar. Frá og með næstu viku ættu því eftirfarandi námskeið að halda áfram með breyttu sniði: Námskeið nýgreindar 36-48 ára

Lesa meira

21
okt
2020

Litlir hópar í líkamlegri endurhæfingu að hefjast

Hópar í líkamlegri endurhæfingu hjá Ljósinu fara rólega af stað aftur vikuna 26. -30. október. Sóttvarnir verða í fyrirrúmi eins og alltaf hjá okkur, grímuskylda og sprittað milli tækja og milli hópa. Til að byrja með fá einungis fimm að vera í salnum í einu, hvort sem það er í tækjatíma eða leiddum tíma, eins og Jafnvægi, Stoðfimi og Eftir

Lesa meira

21
okt
2020

Hin daglegu akkeri

eftir Guðrúnu Friðriksdóttur Daglega notum við einhvers konar akkeri sem skilgreina tíma okkar, deila honum upp og skammta okkur hann. Fólkið í kringum okkur, aðstæður og okkar eigin ákvarðanir verða að þessum akkerum og halda okkur stöðugum í hinu daglega lífi: Við vitum að vekjaraklukkan hringir klukkan sjö, að við þurfum að mæta í vinnuna klukkan átta og fara í

Lesa meira