Skokkhópur Ljóssins af stað

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og því fer vinsæli skokkhópur Ljóssins fari aftur af stað í dag miðvikudaginn 3. mars klukkan 15:00. Hittist hópurinn fyrir framan Ljósið og hleypur af stað í Laugardalinn alla miðvikudaga fram að Reykjavíkurmaraþoni.

Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum að byggja upp þol og þrek, hlægja og skemmta sér.

Seinna í mars mun styrktarsíða Ljóssins fara í loftið á síðu Hlaupastyrks en við segjum ykkur betur frá því þegar nær dregur.

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest og hlaupa með ykkur inn í sumarið.

Skráning í síma 561-3770 eða í móttöku Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.