Listahopp og kaffihús fyrir konur 46 ára og eldri

Nú eru að fara af stað hinir frábæru jafningjahópar kvenna. Við höfum ákveðið að skipta hópnum frá 46 ára í tvennt.

Annars vegar konur á aldrinum 46-59 ára og hinsvegar 60 ára og eldri, semsagt bæði hópar á besta aldri.

Við stefnum á að hafa gleðina í forgrunni inn í vorið, en við ætlum byrja á skemmtilegu listahoppi í miðbæinn og fá okkur kaffi á eftir.

Þriðjudaginn 23.mars kl.13.30 ætlum við með konur 60 ára og eldri.
Fimmtudaginn 25.mars kl.13.30 ætlum við með konur 45 -59 ára.

Við erum lánsamar og fáum leiðsögn um tvær sýningar í Hafnarhúsinu. Við skoðum samsýninguna Dýrslegur kraftur ásamt einkasýningu Auðar Lóu Guðnadóttur Já/nei.

Aðgangur er ókeypis.

Þegar við höfum nært andann í listinni þá röltum við yfir á veitingastaðinn Fjallkonuna þar sem hægt er að kaupa sér kaffi
og/eða aðrar veitingar.

Hámarksfjöldi er 20 og skráning er nauðsynleg.

Vinsamlega skráðu þátttöku í síma 561 3770 eða með tölvupósti á mottaka@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.