Brynja og Svanhvít færa Ljósinu vandaða saumavél

Í síðustu viku var Brynja Guðmundsdóttir hjá okkur í Ljósinu á fatasaumsnámskeiði. Eins og oft áður þá myndast fjörugar umræður á námskeiðunum. Umræðan snérist um nýjar saumavélar sem eru til sölu í Costco og tilvaldar fyrir byrjendur. Það var ekki að spyrja að því,  en Brynja stökk til og hafði samband við móður sína Svanhvíti Jónsdóttur og keyptu þær vél í sameiningu. Brynja kom færandi hendi með saumavélina fínu sem gjöf frá þeim mæðgum.

Við þökkum kærlega fyrir rausnarlega gjöf, og getum ekki beðið eftir að prufa  saumsporin!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.