Hildur Anna færði Ljósinu rausnarlegan styrk

Í vikunni fengum við góða heimsókn á Langholtsveginn þegar Hildur Anna Geirsdóttir leit við til að afhenda 188.000 króna styrk. Þessi flotta 18 ára stelpa hannaði og seldi fallega skartgripi úr gömlum skartgripum í bland við nýjan efnivið, og seldi vinum og ættingjum.

Hildur Anna og fjölskylda hennar hafa góða reynslu af Ljósinu en til okkar hefur þeirra nánasta fólk leitað í endurhæfingu samhliða krabbameinsmeðferðum. Með þessu framlagi vildi hún sýna þakklæti.

Við sendum okkar allra bestu þakkir til Hildar og þeirra sem styrktu Ljósið með kaupum á þessu einstöku munum.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.