Tilmæli til allra sem eiga leið í Ljósið

Í ljósi nýjustu frétta skerpum við á sóttvörnum í Ljósinu.

Við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19.

Við höldum áfram að bera grímur í öllum rýmum Ljóssins.

Starfsfólk Ljóssins sótthreinsar yfirborðsfleti í öllum rýmum mjög reglulega.

Handþvottur og spritt eru kjarninn í einstaklingsbundnum sóttvörnum sem við vitum að skipta höfuðmáli. Við minnum því alla á að þvo hendur eða spritta þegar komið er í hús og einnig að spritta áður en farið er í kaffivélina.

Við minnum þjónustuþega, aðstandendur og aðra gesti í Ljósið á að ef beðið er eftir eigin niðurstöðum úr Covid-19 skimun eða ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur bíður eftir niðurstöðu úr skimun fyrir Covid-19, gilda reglur um sóttkví og þurfa allir íbúar heimilisins að vera í sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir.

Gerum þetta áfram saman!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.