Kæru vinir, Gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring. Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu á morgun, mánudaginn 7. febrúar 2022. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi. Við biðjum ykkur öll að fara varlega og njóta góðrar inniveru á meðan stormurinn geisar. Hlýjar
Í dag, 4. febrúar, er Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum í París 4. febrúar árið 2000. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli og með því koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp
Í upphafi árs hélt Þórður Ásgeirsson, þjónustuþegi í Ljósinu, sína fyrstu myndlistarsýningu. Sýningin, sem bar heitið Ljósið í myrkrinu, innihélt verk sem Þórður vann eftir að hafa sótt myndlistarnámskeið í Ljósinu. Í dag leit Þórður við á Langholtsveginum og afhenti Ernu Magnúsdóttir, forstöðukonu, 190.000 krónur en allur ágóði af sölu verkanna rann til Ljóssins. Að auki færði Þórður Ljósinu eitt
Nú styttist í að grunnfræðslan fyrir landsbyggðina hefjist, námskeiðið hefst 2. febrúar næstkomandi og fer fram alla miðvikudaga frá kl.13:00-15:00 – á ZOOM. Umsjón með námskeiðinu hefur Unnur María Þorvarðardóttir deildarstjóri landsbyggðardeildar Ljóssins. Markmið námskeiðsins er að veita fræðslu og kynna bjargráð sem geta gagnast í kjölfar krabbameinsgreiningar. Auk þess að skapa vettvang fyrir umræður meðal jafningja. Hér að
Allt er gott sem endar vel! Saga fallega hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum í desember fékk farsælan endi í gær þegar Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og kaupandi stólsins, færði Ljósinu gripinn til eignar. Stóllinn, sem er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum eftir hönnuðinn Arne Vodder, barst Góða hirðinum í desember. Það var ósk upprunalegs eiganda hans að
Kæru vinir, Í kjölfar breyttra sóttvarnarreglna, hefur aðgengi að húsum Ljóssins verið takmarkað og því er aðeins opið fyrir þá sem eiga pantaða tíma. Einnig höfum við fært ýmis námskeið á Zoom eða frestað þeim fram í febrúar. Breytingar hafa orðið á eftirfarandi námskeiðum: Grunnfræðsla fyrir konur hefur verið flutt á Zoom. Salurinn er opinn fyrir þá sem ekki
Kæru þjónustuþegar og aðstandendur, Í kjölfar nýrra sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19 gerum við viðeigandi ráðstafanir í starfssemi Ljóssins. Við förum að öllum tilsettum reglum og okkur er í mun að passa upp á alla okkar skjólstæðinga. Þessar reglur taka gildi í Ljósinu frá og með mánudeginum 17. janúar til 2. febrúar. Það er grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins. Við ítrekum að
Í vikunni fengum við skemmtilegt heimboð til Þórðar Ásgeirssonar, þjónustuþega í Ljósinu, en næstkomandi laugardag opnar hann myndlistarsýningu í Gallerí Göng og ber sýningin heitið Ljósið í myrkrinu. Þórður hefur undanfarin ár sótt endurhæfingu í Ljósið vegna krabbameins en áður en hann hóf endurhæfinguna hafði hann aldrei dregið upp pensil áður. Hann segist þó til að byrja með ekki hafa
Nú er vorönninn í Ljósinu komin af stað með ýmislegt spennandi og nýtilegt í boði fyrir okkar fólk. Landsbyggðardeildin verður með fjarþjálfun á Zoom tvisvar í viku, fyrir þjónustuþega Ljóssins á landsbyggðinni. Markmið námskeiðsins er auka aðgengi að þjálfarateymi okkar og bjóða upp á æfingar heima í stofu. Æfingarnar eru aðlagaðar að getu hvers og eins og krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðar,
Óskað er eftir konum á aldrinum 30-67 ára til að taka þátt í ofangreindri rannsókn. Vonast er eftir a.m.k. 20-50 þátttakendum sem hafa lokið brjóstakrabbameinsmeðferð á síðastliðnum þremur árum. Þátttaka í rannsókninni felur í sér að svara spurningalista rafrænt. Engin áhætta er talin fólgin í þátttöku í þessari rannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka notkun á og gagnsemi sjúkraþjálfunar meðal